
Flotinn
Mömmufuglarnir okkar eru sex talsins og eru allar af gerðinni A320neo, Airbus.
Hreiðraðu um þig í mömmufangi og láttu mömmu stjana við þig í þessum umhverfisvæna flugkosti. Þotuhreyflar vélanna eyða töluvert minna eldsneiti en aðrir íslenskir flugkostir, og þar með er kolefnisspor hvers sætis margfallt minna.
Framsækni í faraldri hefur tryggt okkur hagkvæma langtímasamninga við erlenda aðila um vélakost okkar, með möguleika á að bæta við fleiri vélum á næsta ári.
Félagið stefnir að því að öðlast flugreksrarleyfi á þeim forsendum að það sinni fyrstu vikurnar leiguverkefni fyrir stórt erlent flugfélag.
„Litlum fuglum lítið hreiður lætur best.“

