Í stuttu máli…

MOM air er ofur-lággjalda flugfélag með höfuðstöðvar á Íslandi sem mun flytja farþega til og frá landsins. Helstu áfangastaðir okkar eru á meginland Evrópu og BNA.

Mamma er hagsýn í fjármálum og rekstri. Öll þjónusta tengd fluginu verður valkvæm. Hvort sem það er mömmumatur, lesefni um borð, hleðsla fyrir raftæki, internet, farangurspláss, salernispappír, handsápa, val á sætum og margt fleira. Þannig munum við brjóta blað í íslenskri flugsögu með lágum verðum og þjónustu.

Þú veist alltaf að hverju þú gengur hjá mömmu.

Að auki munum við bjóða upp á “fljótandi flug” þar sem flugfarþegar geta skráð sig á tímabil og áfangastað, og fá svo tilkynningu með stuttum fyrirvara þegar sæti losnar. Þannig tryggum við ávallt bestu sætanýtingu, sem skilar sér í umhverfisvænni og hakvæmari ferðum.

Mamma leggur áherslu á jafnrétti með sérstakri áherslu á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum. Mamma ætlar að taka þátt í verkefnum sem kynna stúlkur fyrir fyrirmyndum og opna augu þeirra fyrir framtíðarmöguleikum meðal annars sem flugkonur og stjórnendur.

Unnið hefur verið að stofnun félagsins í nokkra mánuði undir vinnuheitinu WRW, sem stendur fyrir ,,Who run the world”. Öll vinna á bak við félagið er byggð á reynslu og þekkingu sem skapast hefur í íslenskum flugiðnaði síðustu áratugi.

Búið er að tryggja langtímafjármögnun félagsins með samvinnu erlendra fjárfestasjóða og innlendra aðila.  

,,Betri er fátæk móðir en fullríkur faðir.”